- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Jólaleyfi nemenda á grunnskólastigi hefst að loknum litlu jólum, föstudaginn 19. desember.
Jólaleyfi á leikskólastigi hefst að loknum degi á Þorláksmessu, þriðjudaginn 23. desember.
Skólastarf hefst að nýju á leik- og grunnskólastigi mánudaginn 5. janúar.
Athugið að skrifstofa skólans lokar á hádegi föstudaginn 19. desember og opnar aftur mánudaginn 5. janúar. Foreldrar barna á leikskólastigi geta haft beint samband við leikskólastigið í síma 420-1615 ef brýnar upplýsingar þurfa að berast eða sent skilaboð í gegnum Völu-Leikskóla.
Starfsfólk Stapaskóla óskar foreldrum, börnum og velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með kærri þökk fyrir gott og farsælt samstarf á árinu sem er að líða.