- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Í vikunni hafa nemendur á unglingastigi verið að læra um hefðir og hátíðir tengdar trúarbrögðum og vill svo skemmtilega til að í dag héldum við upp á okkar árlegu jólahefð, pálínuboðið.
Nemendur komu með veitingar á hlaðborðið og voru kræsingarnar ekki af verri endanum og buðu foreldrum í kaffi. Okkur þykir gríðarlega vænt um þessa hefð þar sem við höfum tækifæri til þess að eyða gæðastund með nemendum og hitta foreldra og forráðamenn.
Viljum þakka ykkur fyrir góða mætingu og gera okkur það kleift að halda þetta boð og bjóða upp á notalegt uppbrot í desember.


