- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Eins og undanfarin ár ákváðu nemendur og starfsfólk Stapaskóla að láta gott af sér leiða á aðventunni með því að safna fyrir góðu málefni í stað þess að skiptast á gjöfum á litlu jólunum. Markmiðið er að minna okkur á að „sælla er að gefa en þiggja“ og efla samfélagslega ábyrgð, samkennd og virðingu.
Allir nemendur skólans kusu um það málefni sem skyldi styrkja og Minningarsjóður Ölla varð fyrir valinu í ár. Sjóðurinn styður börn til íþróttaiðkunar sem annars hefðu ekki kost á þátttöku vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða forráðamanna og leggur þannig sitt af mörkum til jafnra tækifæra og félagslegrar þátttöku.
Söfnunin gekk afar vel og alls söfnuðust 250.000 krónur. Styrkurinn var í dag afhentur Róberti Sean Birmingham, frænda Ölla, fyrir hönd Minningarsjóðs Ölla, að viðstöddum nemendum í 9. bekk. Daníel Orri Hjaltason, formaður nemendafélags Stapaskóla, og Gabríel Örn Ágústsson, varaformaður nemendafélagsins, afhentu styrkinn fyrir hönd skólans.
Stapaskóli er stoltur af þessu framtaki og þeirri ábyrgð, samkennd og þátttöku sem nemendur og starfsfólk sýndu í þessu verkefni. Verkefnið undirstrikar mikilvægi lýðræðis, samfélagslegrar ábyrgðar og virkrar þátttöku nemenda í mótun skólasamfélagsins.
Við þökkum öllum sem lögðu sitt af mörkum og sýndu í verki að saman getum við haft jákvæð áhrif.
