Samtalsdagur á grunnskólastigi - 29. janúar

Fimmtudaginn 29. janúar er samtalsdagur í Stapaskóla.

Foreldrar / forráðamenn bóka viðtalstíma í gegnum Mentor. Opnað verður fyrir bókanir 22. janúar og þarf að vera búið að bóka viðtal fyrir lok dags 27. janúar.

Þeir forráðamenn sem eru með túlk í viðtalinu fá úthlutað tímum frá umsjónarkennurum og fá tölvupóst á næstu dögum með tímasetningunum.

Þeir forráðamenn sem óska eftir viðtali við fag-, list- og verkgreinakennara, sem einnig eru til viðtals þennan dag, hafa samband við skrifstofustjóra skólans og bóka þau viðtöl fyrir samtalsdaginn. Hægt er að hringja í síma 420-1600 eða senda póst á stapaskoli@stapaskoli.is.

Nemendur eiga að mæta með forráðamönnum sínum í viðtalið.

Þennan dag er ekki hefðbundin skóli en frístundaheimillið Stapaskjól er þó opið á milli kl. 8:30 og 16:15 (fyrir þá sem eru skráðir).