Breyting á sleppistæði við austurinngang

Breyting hefur verið gerð á sleppistæði við austurinngang skólans með það að markmiði að auka öryggi nemenda og bæta umferðarskipulag við skólann.

Sleppistæði hefur verið fært á nýjan og varanlegan stað á bílastæðinu ofan við leikskólalóðina. Þar hefur verið mótuð skýr akstursleið með hringakstri sem stuðlar að öruggari umferð og betra flæði við komu og brottför. Aðkoma bifreiða að sleppistæðinu er nú eingöngu frá Bjarkadal, næst Dalsbraut.

Jafnframt hefur verið lokað fyrir almenna umferð ökutækja næst austurinngangi skólans. Innkeyrsla á því svæði er nú eingöngu heimil starfsfólki skólans og hefur það verið merkt sérstaklega.

Settir hafa verið upp steinar, hlið og skýrar merkingar sem stýra umferð og koma í veg fyrir að ökutæki aki inn á svæði sem ætluð eru gangandi vegfarendum og leik barna.

Breytingarnar eru liður í markvissri vinnu við að bæta öryggi og umferð við skólann.

Nýtt skipulag við austurinngang skólans. Sleppistæði hefur verið fært, aðgengi lokað á ákveðnum svæðum og akstursleiðir skýrðar.

Nýtt skipulag við austurinngang skólans.

Sleppistæði hefur verið fært, aðgengi lokað við innkeyrslu næst austurinngangi og akstursleiðir skýrðar.

 Aðkoma ökutækja við austurinngang hefur verið lokuð. Svæðið er nú eingöngu ætlað starfsfólki.

Aðkoma ökutækja við austurinngang hefur verið lokuð. Svæðið er nú eingöngu ætlað starfsfólki.

Aðkoma ökutækja næst austurinngangi hefur verið lokuð. Svæðið er nú eingöngu ætlað starfsfólki.

Steinar, hlið og merkingar tryggja skýra aðgreiningu milli aksturs og gönguleiða.

Steinar, hlið og merkingar tryggja skýra aðgreiningu milli aksturs og gönguleiða.

Gönguleið frá sleppistæði að skóla er upphitað og upplýst.