- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Það er skemmtileg jólahefð hjá okkur í Stapaskóla að nemendur skreyta gluggana í tvenndinni sinni. Keppt er á milli árganga og eru sigurvegarar á hverju stigi. Gluggarnir eru hverjum öðrum glæsilegri og hefur verið erfitt verk fyrir dómara að velja fallegasta gluggann. Dómararnir okkar í ár voru Ellen Agatha frá menningasviði Reykjanesbæjar, Guðrún Gunnarsdóttir deildarstjóri í Akurskóla og Katrín Jóna deildarstjóri í Akurskóla. Það var þeirra hlutverk að ganga á milli og gefa stig fyrir sköpun, frumleika og jólaanda. Nemendur í 2. bekk, 5. bekk og 9. bekk unnu jólagluggann 2025.


