Fréttir & tilkynningar

04.12.2025

Rithöfundurinn Bjarni Fritz heimsótti Stapaskóla

Nemendur í 3. -6. bekk fengu skemmtilega heimsókn í gær, 3. desember, þegar rithöfundurinn Bjarni Fritzson kom í skólann til að kynna bækur sínar um hinn vinsæla Orra óstöðvandi. Bjarni las upp úr nýjustu bók sinni við mikinn áhuga nemenda og gaf nemendum innsýn inn í sköpunarferlið. Hann svaraði fjölda spurninga um bækurnar af sinni alkunnu hlýju og húmor. Einnig hvatti hann nemendur sérstaklega til að lesa reglulega og hlúa að eigin sköpunargleði. Einn af hápunktum heimsóknarinnar var lífleg og skemmtileg hraðaspurningakeppni þar sem nemendur tóku virkan þátt og létu vel í sér heyra. Stemningin var frábær og allir skemmtu sér konunglega. Heimsókn Bjarna er mikil hvatning í lestrarátakinu okkar og þökkum við honum kærlega fyrir frábæra heimsókn!
28.11.2025

Jólaföndur foreldrafélagsins

Jólaföndur foreldrafélagsins 1. desember frá kl. 17.30 - 19.00 Í boði verður fjölbreytt úrval af föndri fyrir börn og fullorðna. Við hvetjum alla til þess að mæta og eiga notalega stund með krökkunum sínum.
27.11.2025

Desemberstarf og jólaleyfi á leikskólastigi

Nú gengur í garð desembermánuður með öllum þeim spenningi og tilhlökkun sem honum fylgir. Þrátt fyrir að margt sé um að vera á aðventunni leggjum við áherslu á að halda í daglegar venjur og rútínu eins og kostur er, til að tryggja vellíðan barnanna í amstri hátíðanna. Dagskráin verður þó með hátíðlegu ívafi. Við munum eiga notalegar aðventusöngstundir alla föstudaga og börnin vinna hörðum höndum að því að útbúa jólagjafir handa ykkur. Hátíðarmaturinn verður á sínum stað ásamt „litlu jólunum“ okkar og aldrei að vita nema rauðklæddir sveinar láti sjá sig í heimsókn. Það verður því sannarlega líf og fjör á leikskólastiginu á næstunni. Vegna skipulags framundan vil ég minna á að leikskólastigið fer í jólaleyfi þann 24. desember. Starfsemi hefst svo aftur á nýju ári mánudaginn 5. janúar. Við hlökkum til að eiga góða aðventu með börnunum ykkar. Aðventudagskrá er í viðhengi
24.11.2025

Stapavaka

Það er alltaf líf og fjör í skólanum