Fréttir & tilkynningar

17.11.2025

Dagur íslenskrar tungu í Stapaskóla

Dagur íslenskrar tungu, fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, var haldin hátíðlegur í Stapaskóla s.l. föstudag með fjölbreyttri dagskrá. Nemendur og starfsfólk skólans héldu upp á daginn til að minna á mikilvægi íslenskunnar, tungumálsins sem tengir okkur saman og heldur á lofti menningu okkar og sögu. Nemendur í 1.-6. bekk komu hvert af öðru fram og fluttu atriðin sín fyrir samnemendur í Tröllastiganum. Börnin fluttu bæði söng og upplestur og skapaðist hlý og ánægjuleg stemming. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað þau fluttu atriðin sín af einlægni og stolti. Nemendur í 7. – 10 bekk komu einnig saman í Tröllastiganum. Katla Diljá í 8. bekk las upp ljóð sem hún vann með í Stóru upplestrarkeppninni s.l. mars. Að því loknu rétti hún tveimur nemendum í 7. bekk Stóra upplestrarkeppnis keflið sem markar upphaf æfinga hjá 7. bekk þar sem þau taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni eftir áramót. Einnig var haldin lífleg og skemmtileg spurningakeppni milli kennara og nemenda. Keppnin fór fram í góðu hófi með húmor í fyrirrúmi. Ekki skemmdi það fyrir að nemendur stóðu sig með prýði og höfðu að lokum betur gegn kennurunum. Dagskráin í heild sinni var bæði fræðandi og skemmtileg og endurspeglaði vel mikilvægi íslenskrar tungu í skólastarfi okkar.
16.11.2025

Starfsdagur á leik- og grunnskólastigi

Mánudaginn 17, nóvember er starfsdagur í Stapaskóla, á leik- og grunnskólastigi. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimilið Stapaskjól er einnig lokað.
05.11.2025

Baráttudagur gegn einelti - grænn dagur

Baráttudagur gegn einelti fer fram á landsvísu þann 8. nóvember. Markmiðið með deginum er að efna til umræðu og fræðslu gegn einelti og leita leiða til jákvæðari samskipta.  Föstudaginn 7. nóvember hvetjum við alla til að mæta í einhverju grænu til ...

Það er alltaf líf og fjör í skólanum