Fréttir & tilkynningar

27.03.2024

Stapaskóli 5 ára

Þann 1. apríl verður Stapaskóli 5 ára og af því tilefni ætlum við að halda skemmtun á sal skólans föstudaginn 5. apríl kl.12.30. Við bjóðum fjölskyldum, gestum og velunnurum skólans velkomna. Skúffukaka og drykkir verða í boði að lokinni dagskrá.
21.03.2024

Páskafrí í Stapaskóla

Síðasti kennsludagur fyrir páska á grunnskólastigi er föstudagurinn 22. mars. Frístundaheimilið Stapaskjól er einnig lokað í páskafríinu. Leikskólastig er áfram opið dymbilvikuna 25. - 27. mars en þá hefst páskafrí á leikskólastigi. Fyrsti skóladagur eftir páska er þriðjudagurinn 2. apríl. Starfsfólk óskar ykkur gleðilegra páska og hlökkum til að taka á móti börnum ykkar með bros á vör þriðjudaginn 2. apríl.
21.03.2024

Stapaskóli hlaut styrk fyrir vinnustofu gegn fordómum

Í byrjun mars hlaut Stapaskóli þrjár miljónir í styrk fyrir verkefnið Vinnustofa gegn fordómum, sem leitt er af þeim Selmu Rut Iqbal Ísat kennara, Lindu Ósk Júlíusdóttir Þroskaþjálfa og Guðrúnu Sigríði Magnúsdóttur Kennara. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, um styrkinn en hann kemur úr þróunarsjóði innflytjendamála. Alls hlutu 17 verkefni og rannsóknir samtals 50 milljónir króna. Markmið styrksins er að auka lýðræðislegrar þátttöku innflytjenda og bæta aðgerðir gegn fordómum, haturstjáningu og ofbeldi og margþættri mismunun. Markmið verkefnisins okkar í Stapaskóla er að þróa vinnustofu til að vinna gegn fordómum og hatursorðræðu í samfélagi fjölbreytileikans í Reykjanesbæ. Vinnustofan verður þróuð í samvinnu við sérfræðinga og áhersla verður lögð á nemendalýðræði og því munu nemendur á unglingastigi í Stapaskóla taka mikilvægan þátt í þróun hennar. Vinnustofan verður fyrst unnin með nemendum í 10.bekk í Stapaskóla og vonir standa til að aðrir grunnskólar í Reykjanesbæ munu í framhaldinu taka þátt og þannig munu vonandi flestir nemendur í 10.bekk í Reykjanesbæ fara í gegnum vinnustofu gegn fordómum og hatursorðræðu.

Það er alltaf líf og fjör í skólanum