Fréttir & tilkynningar

30.04.2025

Baunahátíð 2. maí til 11. maí

BAUN, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ er haldin 2. maí til 11. maí 2025. Á hátíðinni eru börn, ungmenni og fjölskyldur settar í forgang með fjölbreyttum og skemmtilegum hætti. Markmið hátíðarinnar eru meðal annars þau: Að auka lífsgæði og vellíðan barna og íbúa Reykjanesbæjar Að skapa vettvang fyrir börn og fjölskyldur til virkrar þátttöku í samfélaginu Öll börn í leikskólum og í 1. - 7. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar fá BAUNabréfið afhent í skólanum sínum! Hér er stutt myndband sem fjallar um BAUNabréfið sem börnin ykkar fá með sér heim í dag. Svo mælum við með að allir fari í Listasafn Reykjanesbæjar, DUUS, og skoði sýninguna sem börnin ykkar tóku þátt í að skapa. Góða skemmtun á BAUN.
30.04.2025

1. maí og starfsdagur framundan

Minnt er á að skólinn verður lokaður á morgun, 1. maí, á báðum skólastigum vegna frídags verkalýðsins. Einnig er mikilvægt að upplýsa foreldra og forráðamenn um að föstudaginn 2. maí er starfsdagur í skólanum. Á þeim degi munu kennarar og annað starfsfólk taka þátt í árlegu málþingi skólans þar sem fjallað verður um nýjungar í kennsluháttum og þróun skólastarfsins. Við minnum á að nemendur mæta aftur í skólann mánudaginn 5. maí samkvæmt venjulegri stundaskrá. Við þökkum foreldrum og forráðamönnum fyrir skilninginn og samstarfið. Með kærri kveðju, Skólastjórnendur
28.04.2025

Málþing Stapaskóla - Uppskeruhátíð!

Á föstudaginn 2. maí höldum við árlegt málþing Stapaskóla þar sem teymi skólans kynna fjölbreytt og spennandi verkefni skólaársins. Við lítum yfir farinn veg, fögnum árangri nemenda og rýnum í þau verkefni sem hafa verið bæði lærdómsrík og einstök. Málþingið er opið öllum – foreldrum, skólafólki og öðrum gestum – og er þetta kjörin stund til að kynnast fjölbreyttri og metnaðarfullri vinnu skólans. Við hlökkum til að sjá ykkur og fagna með ykkur þeim frábæru árangri sem unnist hefur á skólaárinu!

Það er alltaf líf og fjör í skólanum