Fréttir & tilkynningar

02.01.2026

Breyting á sleppistæði við austurinngang

Breyting hefur verið gerð á sleppistæði við austurinngang skólans með það að markmiði að auka öryggi nemenda og bæta umferðarskipulag við skólann. Sleppistæði hefur verið fært á nýjan og varanlegan stað á bílastæðinu ofan við leikskólalóðina. Þar he...
17.12.2025

Jólaleyfi á grunn- og leikskólastig

Jólaleyfi nemenda á grunnskólastigi hefst að loknum litlu jólum, föstudaginn 19. desember. Jólaleyfi á leikskólastigi hefst að loknum degi á Þorláksmessu, þriðjudaginn 23. desember. Skólastarf hefst að nýju á leik- og grunnskólastigi mánudaginn 5. ...
12.12.2025

Jólaglugginn 2025

Það er skemmtileg jólahefð hjá okkur í Stapaskóla að nemendur skreyta gluggana í tvenndinni sinni. Keppt er á milli árganga og eru sigurvegarar á hverju stigi. Gluggarnir eru hverjum öðrum glæsilegri og hefur verið erfitt verk fyrir dómara að velja fallegasta gluggann. Dómararnir okkar í ár voru Ellen Agatha frá menningasviði Reykjanesbæjar, Guðrún Gunnarsdóttir deildarstjóri í Akurskóla og Katrín Jóna deildarstjóri í Akurskóla. Það var þeirra hlutverk að ganga á milli og gefa stig fyrir sköpun, frumleika og jólaanda. Nemendur í 2. bekk, 5. bekk og 9. bekk unnu jólagluggann 2025.

Það er alltaf líf og fjör í skólanum