Fréttir

Sumardagurinn fyrsti og starfsdagur

Á fimmtudaginn 24. apríl er sumardagurinn fyrsti og skólinn því lokaður. Föstudaginn 25. april er svo starfsdagur á bæði leik- og grunnskólastigi Starfsfólk Stapaskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegs sumars.
Lesa meira

Vettvangsferð í vísindasmiðju

Fimmtudaginn 14. Mars fór hópur í 5. Bekk í vettvangsferð. Ferðinni var heitið að Kálfatjörn í Innri-Njarðvík. Ætlunin var að skoða ferskvatn og lífríkið þar í kring. Gengið var á svæðið og notið þess að vera úti í góðu og fersku lofti. Þegar komið var á staðinn tók á móti hópnum góður fjöldi af Stokköndum og fengu nemendur upplýsingar um atferli þeirra, börnin hvöttu endurnar áfram í leit sinni að réttum maka og töldu svo fjölda mismunandi tegunda af plöntum sem fundust á svæðinu. Á leiðinni heim skoðaði hópurinn Stapakot og ímyndaði sér hvernig það væri að búa í slíku húsnæði á árum áður. Þegar komið var í nálægð Stapaskóla var hugurinn farinn að reika að þeim steinum sem fundust á víð og dreif í náttúrunni. Ákveðið var að taka nokkra með upp í skóla og skoða þá betur. Við skoðun kom í ljós að einn reyndist innihalda glópagull. Góð byrjun á deginum fyrir áhugasama nemendur sem virkilega nutu þess að láta áhugann reika og fá svör við spurningum sem komu upp.
Lesa meira

Skóladagatal fyrir veturinn 2024-2025

Nýtt skóladagatal fyrir veturinn 2024-2025 er nú komið í birtingu á heimasíðu okkar. Hægt er að finna dagatalið undir flipanum skóladagatal hér á forsíðunni. Hægt verður að nálgast skóladagatal þessa árs á sama stað út þetta skólaár.
Lesa meira

Stapaskóli 5 ára

Þann 1. apríl verður Stapaskóli 5 ára og af því tilefni ætlum við að halda skemmtun á sal skólans föstudaginn 5. apríl kl.12.30. Við bjóðum fjölskyldum, gestum og velunnurum skólans velkomna. Skúffukaka og drykkir verða í boði að lokinni dagskrá.
Lesa meira

Páskafrí í Stapaskóla

Síðasti kennsludagur fyrir páska á grunnskólastigi er föstudagurinn 22. mars. Frístundaheimilið Stapaskjól er einnig lokað í páskafríinu. Leikskólastig er áfram opið dymbilvikuna 25. - 27. mars en þá hefst páskafrí á leikskólastigi. Fyrsti skóladagur eftir páska er þriðjudagurinn 2. apríl. Starfsfólk óskar ykkur gleðilegra páska og hlökkum til að taka á móti börnum ykkar með bros á vör þriðjudaginn 2. apríl.
Lesa meira

Stapaskóli hlaut styrk fyrir vinnustofu gegn fordómum

Í byrjun mars hlaut Stapaskóli þrjár miljónir í styrk fyrir verkefnið Vinnustofa gegn fordómum, sem leitt er af þeim Selmu Rut Iqbal Ísat kennara, Lindu Ósk Júlíusdóttir Þroskaþjálfa og Guðrúnu Sigríði Magnúsdóttur Kennara. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, um styrkinn en hann kemur úr þróunarsjóði innflytjendamála. Alls hlutu 17 verkefni og rannsóknir samtals 50 milljónir króna. Markmið styrksins er að auka lýðræðislegrar þátttöku innflytjenda og bæta aðgerðir gegn fordómum, haturstjáningu og ofbeldi og margþættri mismunun. Markmið verkefnisins okkar í Stapaskóla er að þróa vinnustofu til að vinna gegn fordómum og hatursorðræðu í samfélagi fjölbreytileikans í Reykjanesbæ. Vinnustofan verður þróuð í samvinnu við sérfræðinga og áhersla verður lögð á nemendalýðræði og því munu nemendur á unglingastigi í Stapaskóla taka mikilvægan þátt í þróun hennar. Vinnustofan verður fyrst unnin með nemendum í 10.bekk í Stapaskóla og vonir standa til að aðrir grunnskólar í Reykjanesbæ munu í framhaldinu taka þátt og þannig munu vonandi flestir nemendur í 10.bekk í Reykjanesbæ fara í gegnum vinnustofu gegn fordómum og hatursorðræðu.
Lesa meira

Innritun tilvonandi 1. bekkinga í grunnskóla fyrir skólaárið 2024-25

Innritun er hafin fyrir börn sem eiga að fara í 1. bekk grunnskóla í Reykjanesbæ haustið 2024. Gert er ráð fyrir því að foreldrar séu búnir að skrá börn sín fyrir 20. apríl. Í Reykjanesbæ sækja nemendur grunnskóla samkvæmt skólahverfum. Foreldrar sækja um skólavist fyrir börn sín á íbúavefnum Mitt Reykjanes. Hér má skoða frekari upplýsingar um grunnskóla Reykjanesbæjar
Lesa meira

Verkefni um viðbragðsaðila á Óskasteini

Krakkarnir á Óskasteini eru að vinna með viðbragðsaðila eftir aðferðafræði könnunaraðferðinnar. Í gegnum könnunaraðferðina læra börn með því að framkvæma (learning by doing). Liður í því var að fá vin okkar Gunnar Jón hjá Brunavörnum Suðurnesja í heimsókn að sína okkur sjúkrabíl og segja okkur frá sjúkraflutningum. Til að sýna þeim hvernig þetta virkar allt saman var Ísabella lögð á börurnar og sögðust sjúkraflutningamennirnir ætla að fara með hana á elliheimilið. Það fannst krökkunum mjög fyndið. Síðan fengu allir að skoða sjúkrabílinn. Mikið er nú gott að eiga svona góða vini hjá Brunavörnum Suðurnesja, takk fyrir heimsóknina.
Lesa meira