Leikskólastig opnar í haust

Í haust mun Stapaskóli taka á móti nemendum frá 18 mánaða til 14 ára. Leikskólastigið stígur sín fyrstu skref í heildstæðum skóla, Stapaskóla.

Mikil eftirvænting er hjá starfsfólki að byrja nýtt skólaár 2020 þar sem tvö skólastig verða innan Stapaskóla. Búið er að ráða kennara og leiðbeinendur við skólann. 

Stapaskóli vinnur eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og er teymisskóli. Einnig er unnið eftir könnunaraðferðinni á leikskólastigi.