Fréttir & tilkynningar

26.09.2023

Málþing í Hljómahöll um snjallsímanotkun í grunnskólum

Lýðheilsu- og Menntaráð Reykjanesbæjar munu halda málþing í Hljómahöll þann 27. september nk. undir yfirskriftinni „Snjallsímanotkun og samfélag ungmenna í grunnskólum Reykjanesbæjar“. Helsta markmið með málþinginu er að ræða opinskátt um snjallsímanotkun og samfélagsmiðla með það í huga að stuðla að bættri líðan barna og ungmenna. Með þessu samtali getum við sem samfélag vonandi fundið farsæla lausn á því hvernig best er að haga umgengni við snjallsíma með hag barnanna okkar í forgrunni. Málþingið er milli kl. 14-17 og hefst með fyrirlestrum um málefnið en endar með verkefnavinnu gesta. Fyrirlesarar eru eftirfarandi aðilar: Bergþóra Þórhallsdóttir, verkefnastjóri í upplýsingatækni hjá Kópavogsbæ Daníel Örn Gunnarsson, framhaldsskólanemi Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
21.09.2023

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Þriðjudaginn 12. september fór fram Ólympíuhlaup ÍSÍ hjá Stapaskóla. Nemendur stóðu sig einstaklega vel og lögðu mikið á sig. Hlaupið var ræst klukkan 10:20 og stóð til klukkan 11:20. Krakkarnir áttu að hlaupa eins marga hringi og þau gátu á þessum klukkutíma. Við höfum búið til sérstakan Ólympíuhlaups hring, en hann er tæplega 1,8 km. Veitt voru sérstök viðurkenningarskjöl í eftirfarandi flokkum 1.-4. bekkur 3 hringir (5km) eða meira. 5.-10. bekkur 6 hringir (10,5 km) eða meira Einnig voru veitt sérstök verðlaun fyrir þann árgang sem fór að meðaltali flesta kílómetra. Í ár var það Sjöundi bekkur, sem að fór flesta kílómetra. Stapaskóli hljóp í heild sinni 1555km. Dagurinn gekk virkilega vel fyrir sig, þar sem bæði nemendur og veður stóðu sig frábærlega. Mbkv Íþróttakennarar
18.09.2023

Starfsdagur á leik- og grunnskólastigi

Á miðvikudaginn 20. september er starfsdagur hjá Stapaskóla. Þá er skólinn lokaður, bæði leik- og grunnskóli ásamt frístundaheimilinu.  
13.09.2023

Skólaþing

Það er alltaf líf og fjör í skólanum