Fréttir & tilkynningar

01.07.2022

Sumarfrí í Stapaskóla

Skrifstofa Stapaskóla er lokuð frá 4. júlí til og með 2. ágúst. Starfsmenn Stapaskóla óska nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkir fyrir samstarfið á skólaárinu. Leikskólastigið opnar mánudaginn 8. ágúst kl.10.00. Sumarfrístund fyrir nemendur í 1. og 2. bekk opnar þriðjudaginn 9. ágúst kl.9.00.
21.06.2022

Vorhátíð - leikskólastig

Miðvikudaginn 22. júní nk. verður haldið upp á vorhátíð á leikskólastigs Stapaskóla. Hátíðin hefst kl. 13:30 og verður á útisvæði leikskólans. Boðið verður upp á söngatriði frá öllum deildum, leiki og fjör og veitingar. Blaðrarinn kemur í boðið fore...
14.06.2022

Skólaslit haldin hátíðleg á sal skólans!

Skólaslit voru haldin hátíðlega á sal skólans í fyrsta sinn í sögu Stapaskóla. Síðast liðin skólaslit hafa verið haldin í takmörkunum vegna heimsfaraldurs. Þetta var því einstaklega hátíðleg og indæl stund. Nemendur í öllum árgöngum komu saman á sal ásamt gestum og starfsfólki. Þar voru tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og ávarp frá Gróu Axelsdóttur skólastjóra. Á útskrift 10. bekkjar héldu einnig Brynhildur Sigurðardóttir umsjónarkennari árgangsins ávarp til útskriftarnema og Matthildur Emma Sigurðardóttir útskriftarnemi sagði nokkur orð fyrir hönd hópsins. Gróa skólastjóri las upp hrósskjöl sem nemendur og kennarar árgangsins höfðu samið um hvern og einn. Brynhildur umsjónarkennari afhenti þeim vitnisburð, Valgerður deildarstjóri afhenti þeim rós í tilefni dagsins, Jón Haukur aðstoðarskólastjóri afhenti Stapaskólatrefil og Elísabet deildarstjóri afhenti þeim nemendum sem fengu viðurkenningar bókagjöf. Eftirfarandi nemendur fengu viðurkenningu: Elín Sabrina M. Rúnarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í list- og verkgreinum. Elín fékk bókagjöf frá Lionsklúbbnum Æsum og frá Stapaskóla. Gabríela Rósa Eyjólfsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í bóklegum greinum. Gabríela fékk bókagjöf frá Kölku og frá Stapaskóla. Gunnar Ragnarsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í skólaíþróttum. Gunnar fékk bókagjöf frá UMFN og frá Stapaskóla. Már Anthony Barreto Gocong hlaut viðurkenningu fyrir skapandi og gagnrýna hugsun. Már fékk bókagjafir frá Stapaskóla. Mikael Örn Hilmarsson hlaut viðurkenningu fyrir þrautseigju og dugnað í námi. Mikael Örn fékk bókagjöf frá Pennanum og Stapaskóla. Að lokum útskrift bauð skólinn uppá kaffiveitingar fyrir útskriftarnema, fjölskyldur og starfsmenn. Við óskum öllum nemendum til hamingju með uppkeru sína skólaárið 2021 - 2022 og megi sumarið vera gjöfult og ævintýraríkt.
13.06.2022

Óskilamunir

06.06.2022

Vorhátíð 2022

Það er alltaf líf og fjör í skólanum