Fréttir & tilkynningar

21.09.2022

Starfsdagur föstudaginn 23. september

Föstudaginn 23. september er starfsdagur á grunn- og leikskólastigi. Það er því enginn skóli hjá nemendum og frístundaheimilið er lokað. Við sjáumst svo hress og kát mánudaginn 26. september. Friday the 23rd of September is a teachers work day at both the preschool and primary school level. The school and the after-school program are therefore closed for students. See you on Monday the 26th of September.
19.09.2022

Gróðursetning með 3. bekk

Stapaskóli fékk úthlutað úr Yrkjusjóði í annað sinn núna í haust. Yrkjusjóður er sjóður æskunnar til ræktunar á landinu okkar. Markmið sjóðsins er að efla kynningu á mikilvægi skógræktar og ræktun almennt og ala þannig upp ræktendur framtíðarinnar. 3. Bekkur fór mánudaginn 12. september af stað til að gróðursetja þær plöntur sem skólanum var úthlutað í ár. Árgangurinn hitti Kristján Bjarnason sem kom og kenndi hópnum handtökin við gróðursetningu. Saman setti hópurinn niður 120 plöntur. Að vera úti í náttúrunni og fá að grafa, skoða, snerta er upplifun og skemmtu nemendur sér konunglega við iðjuna. Ljóst er að í hópnum eru framtíðarræktendur.
19.09.2022

Pysjur í heimsókn

Mánudaginn 19. september fengu nemendur í Stapaskóla sérstaka gesti. Emelíana og Elísabet María, nemendur í 3. bekk og Adríana nemandi á Mánasteini komu með pysjur í skólann. Pysjur eru Lundar á barnsaldri og algengt er að hjálpa þurfi ungunum í átt að sjó þar sem þeir geta sinnt eigin fæðuöflun og komist norður á leið. Nemendur fengu örfræðslu um pysjur og litu þær augum. Að fá slíkt tækifæri er mikilvægt og þökkum við nemendunum sem komu með pysjurnar ásamt Þóru Fríðu Åberg Ólafsdóttur, móður Emelíönu og Adríönu.
09.09.2022

Friðarhlaupið

Það er alltaf líf og fjör í skólanum