Fréttir & tilkynningar

27.10.2020

Aðalinngangur kominn í notkun!

Nú höfum við fengið aðal anddyri afhent og þar munu nemendur í 3. - 9. bekk ganga um. Nemendur á leikskólastigi og 1. og 2. bekk ganga inn um austur inngang. Við beinum því foreldrum á hringinn við aðal anddyri til að nota sem sleppistæði.
26.10.2020

Plokkað á föstudegi

Á unglingastigi eru Stapamix tímar þrisvar í viku þar sem nemendur í 7.-9. bekk vinna saman að þverfaglegum verkefnum. Undanfarnar vikur hafa þau unnið verkefnið „Tíminn og vatnið“ þar sem þau hafa fræðst um umhverfismál, unnið með orðaforða og heimildavinnu og skapandi skil af ýmsu tagi. Verkefninu lauk föstudaginn 23. október með því að allir nemendur fóru út og plokkuðu í umhverfi Stapaskóla. Skemmst er frá því að segja að plokkið gekk frábærlega. Sólin skein á hópinn og krakkarnir voru fljótir að fylla pokana sína. Vinnusemi skein af hópnum og afraksturinn er að nágrenni skólans er snyrtilegra og nemendur meðvitaðri um umgengni sína.
22.10.2020

Hringekja á leikskólastigi

Elstu tveir árgangarnir á leikskólastigi fara í hringekju tvisvar í viku þar sem hin ýmsu viðfangsefni eru tekin fyrir. Áhersla er á að hafa hringekjuna fjölbreytta og þannig að hún nái yfir alla grunnþætti menntunar samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla. Verkefnin eru fjölbreytt þar sem börnin fá tækifæri til að spreyta sig á ýmsum tækni nýjungum sem allir eru að læra á í sameiningu. Osmo er kennslutlæki fyrir spjaldtölvur þar sem er hægt að vinna með form, tölur, eðlisfræði, teikningar og margt fleira. Osmo er mjög vinsælt meðal barnanna Blue bot er forritunarleikfang í formi býflugu býflugu sem er stjórnað með tökkum á baki hennar. Börnin þufa að nota rökhugsun og nota talnafærni til að koma býflugunni á réttan stað. Börnin hafa mikin áhuga á stærðfræði og biðja um verkefni tengd talningu. Börnin hafa verið að nýta numicon form, kubba og fleira í talningarleikjum.

Það er alltaf líf og fjör í skólanum