Fréttir & tilkynningar

05.08.2022

Leikskólastarf hefst mánudaginn 8. ágúst

Skólastarf leikskólastigs hefst mánudaginn 8. ágúst kl. 10. Börn fædd 2020 byrja í þátttökuaðlögun á Völusteini þriðjudaginn 9. ágúst kl 9:00. Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát eftir sumarleyfi.
05.08.2022

Sumarfrístund hefst þriðjudaginn 9. ágúst

Þann 9. ágúst hefst sumarfrístund fyrir þá nemendur sem fara í 1. og 2. bekk haustið 2022. Starfsemin er frá kl. 9.00 - 15.00 alla virka fram að skólasetningu. Börnin fá hádegismat og síðdegisnesti en taka með nesti til að borða fyrir hádegi. Starfsemin fer fram í stofum 1. og 2. bekkjar. Nánari dagskrá verður send út eftir helgi.
05.07.2022

Eflum enn frekar skapandi skólastarf!

Við erum afar stolt af skólastarfi Stapaskóla og þeirri grósku og krafti sem einkennir starfsmannahópinn. Í ár veitti Reykjanesbær styrki úr Nýsköpunar- og þróunarsjóði til tuttugu verkefna. Af þeim fékk Stapaskóli styrki til sjö verkefna. Þau eru: • Þrívíddarkennsla Tinkercad • App fyrir íþróttakennara Reykjanesbæjar • Hugarfrelsi • Læsi fyrir lífið • Málebra – námsefnisvefur í málfræði og algebru • Stapakastið • Leikur að starfi – borðspil Ásamt þessum styrkjum hlaut Haukur Hilmarsson hönnunar- og smíðakennari styrk frá Þróunarsjóði námsgagnasjóð fyrir heimasíðugerð smiðjukennslu í Stapaskóla að upphæð kr.2.000.000. Við hlökkum til að auðga skólastarf í Stapaskóla með vellíðan að leiðarljósi fyrir nemendur og starfsfólk.
13.06.2022

Óskilamunir

Það er alltaf líf og fjör í skólanum