Fréttir & tilkynningar

22.11.2022

Starfsdagur fimmtudaginn 24. nóvember - Grunnskólastig

Fimmtudaginn 24. nóvember er starfsdagur á grunnskólastigi. Það er því enginn skóli hjá nemendum og frístundaheimilið er lokað. Við sjáumst svo hress og kát föstudaginn 25. nóvember. Thursday the 24th of November is a teachers work day at the primary school level. The school and the after-school program are therefore closed for students. See you back on Friday the 25th of November.
21.11.2022

Listaháskólanemar kenna smiðju

Nokkra mánudaga í nóvember koma kennaranemar úr Listaháskóla Íslands (LHÍ) í Stapaskóla og kenna smiðju í 9. og 10. bekk. Nemarnir eru á námskeiði um heimspekilega samræðu sem kennd er af Ingimari Waage lektor við LHÍ og Brynhildi Sigurðardóttur kennara á unglingastigi Stapaskóla.
16.11.2022

Lubbi 5 ára

Lubbi er íslenskur fjárhundur. Hann er duglegur við að gelta og þá heyrist ,,voff-voff-voff“. Lubba langar mikið að læra að tala en þá vandast málið því þá þarf hann að læra öll íslensku málhljóðin. Krakkarnir í leikskólanum ætla að hjálpa Lubba að læra íslensku málhljóðin með söng og ýmsum öðrum æfingum. Því er það viðeigandi að afmælisdagurinn hans Lubba er í dag, 16. nóvember á degi íslenskrar tungu. Af því tilefni var haldið upp afmælið hans í leikskólanum þar sem Lubbi fékk afmæliskórónu og afmælissöng og svo var boðið upp á saltstangir.
11.11.2022

Þemadagar 2022

Það er alltaf líf og fjör í skólanum