Fréttir & tilkynningar

29.06.2021

Styrkir til þróunarstarfs í Stapaskóla

Stapaskóli hlaut styrki úr Nýsköpunar- og þróunarsjóði fræðslusviðs Reykjanesbæjar fyrir næsta skólaár. Eftirtalin verkefni hlutu styrki: - Námssamtöl til að auka skilning nemenda á eigin stöðu í námi - Læsi fyrir lífið - App fyrir íþróttakennara Reykjanesbæjar - Menntabúðir starfsmanna við Stapaskóla - Teymiskennsla - samþætting og áhugasviðsverkefni - Tækni í Stapaskóla - Undirbúningur nýsköpunarkeppni grunnskóla Reykjanesbæjar Starfsfólk Stapaskóla er mjög þakklátt og spennt fyrir komandi skólaári.
28.06.2021

Sjálfsmatsskýrsla 2020 - 2021

Sjálfsmatsskýrsla Stapaskóla fyrir skólaárið 2020 - 2021 er komin út. Þar er gerð grein fyrir mati á öllum þáttum skólastarfsins á liðnu skólaári.
25.06.2021

Sumarhátíð leikskólastigs 24. júní

Í gær héldu leikskólabörnin okkar í Stapaskóla upp á sumarhátíðina sína. Krakkarnir buðu aðstandendum í heimsókn á útisvæði þar sem þau sungu nokkur lög, buðu upp á skúffuköku og léku sér á frábæra útisvæði okkar. Dagurinn var einstaklega vel heppnaður og þökkum við starfsfólk þeim sem mættu innilega fyrir komuna og óskum nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum Stapaskóla gleðilegs sumars.
16.06.2021

Útskriftarferð

11.06.2021

Óskilamunir

Það er alltaf líf og fjör í skólanum