Fréttir & tilkynningar

01.07.2024

Sumarlokun

Skrifstofa Stapaskóla lokar vegna sumarleyfa 2. júlí til 6. ágúst. Leikskólastig Stapaskóla fer í sumarleyfi miðvikudaginn 3. júlí og mæta aftur til starfa miðvikudaginn 7. ágúst kl.11.00. Starfsfólk Stapaskóla sendir nemendum og fjölskyldum sólakveðjur með von um yndislegar samverustundir í sumarleyfinu. Sumarkveðja Ó, blessuð vertu sumarsól, er sveipar gulli dal og hól og gyllir fjöllin himinhá og heiðarvötnin blá. Nú fossar, lækir, unnir, ár sér una við þitt gyllta hár. Nú fellur heitur haddur þinn um hvíta jökulkinn. Þú klæðir allt í gull og glans, þú glæðir allar vonir manns, og hvar sem tárin kvika' á kinn þau kyssir geislinn þinn. Þú fyllir dalinn fuglasöng, nú finnast ekki dægrin löng, og heim í sveitir sendirðu' æ úr suðri hlýjan blæ. Þú fróvgar, gleður, fæðir allt um fjöll og dali' og klæðir allt, og gangirðu' undir gerist kalt, þá grætur þig líka allt. Ó, blessuð vertu sumarsól, er sveipar gulli dal og hól og gyllir fjöllin himinhá og heiðarvötnin blá. Ingi T. Lárusson / Páll Ólafsson
28.06.2024

Sumargleði á leikskólastigi

Leikskólastig Stapaskóla hélt sumargleði miðvikudaginn 26. júní. Við byrjuðum gleðina strax í útiveru um morguninn en við fengum góðar gjafir frá foreldrafélaginu sem við tókum í notkun þá. Í hádegismat var svo boðið upp á pizzu og í síðdegishressingu fengu allir skúffuköku. Þeir sem vildu fengu andlitsmálningu og síðan fórum við á útisvæði þar sem starfsfólk leikskólans var með stöðvar. Þar var hægt að smíða, mála með vatni, blása sápukúlur og fara í reipitog svo eitthvað sé nefnt. Við þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir skemmtilega útidótið sem hefur vakið mikla ánægju meðal barnanna. Hér er svo hægt að sjá fleiri myndir frá deginum.
27.06.2024

Sjálfsmatsskýrsla Stapaskóla 2023 - 2024

Sjálfsmatsskýrsla Stapaskóla fyrir skólaárið 2023 - 2024 er komin út. Í skýrslu um sjálfsmat Stapaskóla er greint frá innra mati skólans þar sem tekið er mið af niðurstöðum sem liggja fyrir um innra starf og stefnu Stapaskóla. Matið er unnið af stjórnendum skólans á grunni upplýsinga sem safnað hefur verið. Niðurstöður eru bornar saman við markmið skólans, stefnu Reykjanesbæjar í fræðslumálum og metnar eru sterkar og veikar hliðar skólastarfsins Sjálfsmatsskýrsluna má finna hér!
12.06.2024

Óskilamunir

Það er alltaf líf og fjör í skólanum