Fréttir & tilkynningar

18.01.2021

Gott upphaf á nýju ári

Nú eru rúmar tvær vikur liðnar af nýju ári í nýrri reglugerð þar sem allir nemendur eru komnir í fullt skólastarf. Ný reglugerð gerði okkur kleift að sameina alla nemendahópa en þó með takmörkunum fyrir okkur út af tvenndunum. Nemendur okkar hafa staðið sig með eindæmum vel og eiga enn og aftur hrós skilið fyrir dugnað og aðlögunarhæfni. Við minnum samt áfram á það að þetta er ekki alveg búið og mikilvægt að huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Einnig eru takmarkanir á því að foreldrar komi inn í skólabyggingu eins og var áður. Við höldum áfram með gleði, samvinnu, virðingu og vináttu að leiðarljósi í bjartari daga.
04.01.2021

Skólastarf frá 5. janúar

Á morgun tekur gildi ný reglugerð vegna takmörkunar á skólastarfi. Fjöldatakmarkanir vegna nemendafjölda gera okkur erfitt fyrir sökum þess að tvenndirnar eru byggðar fyrir tvo árganga og nemendafjöldi þar vel yfir takmörkunum. Við höfum fundið lausn á því og getum því tekið við öllum nemendahópum á grunnskólastigi í hefðbundið skólastarf. Við gerum ákveðnar breytingar í list - og verkgreinum til að fá rými fyrir alla. Við þökkum starfsmönnum fyrir umburðarlyndi og endalausan sveigjanleika með vellíðan nemenda að leiðarljósi að þetta tókst. Valgreinar hjá nemendum í 7. - 9. bekk hefjast á mánudaginn. Við hlökkum til að sjá nemendur okkar og geta þeir allir mætt eftir stundatöflu á morgun.
30.12.2020

Starfsdagur á grunnskólastigi

Mánudaginn 4. janúar er starfsdagur hjá grunnskólastigi í Stapaskóla. Það er því enginn skóli hjá nemendum og frístundaheimilið er lokað. Við sjáumst hress og kát þriðjudaginn 5. janúar. Monday January 4th is a teachers work day at the primary school level in Stapaskóli. Therefore there is no school for students and the leisure center is closed. See you on Tuesday the 5th of January.
11.12.2020

Jólaglugginn

Það er alltaf líf og fjör í skólanum