Fréttir & tilkynningar

03.04.2020

Hvatning frá Mennta- og menningarmálaráðherra

Setjum heimsmet í lestri - Vertu með í landsliðinu.
03.04.2020

Páskaleyfi

Kæru foreldrar/forráðamenn Nú er viku þrjú að ljúka frá því skert skólahald var sett á. Skólastarf hefur gengið mjög vel og börnin róleg og yfirveguð. Kennarar hafa endurskipulagt kennsluáætlanir sínar til að mæta þessu ástandi ásamt því að útbúa hugmyndabanki og heimavinnuskipulag fyrir heimilin. Á mánudaginn hefst páskaleyfi sem stendur til mánudagsins 13. apríl. Fræðsluráð Reykjanesbæjar samþykkti nú í morgun að veita öllum grunnskólum starfsdag þriðjudaginn 14. apríl. Þann dag munu starfsmenn og kennarar skipuleggja framhaldið í skertu skólahaldi, undirbúa námsmat o.s.frv. Nemendur mæta aftur í skólann í óbreytt fyrirkomulag þ.e. annan hvern dag í hóp 1 og hóp 2 miðvikudaginn 15.apríl. Hópur 1 kemur fimmtudag. Hópur 2 kemur miðviku- og föstudag.
03.04.2020

Að takast á við óvissutíma

Þær breytingar sem hafa orðið í okkar samfélagi vegna Covid-19 veirunnar hafa haft umtalsverð áhrif á daglegt líf barna og ungmenna. Sum börn og ungmenni eiga tiltölulega auðvelt með að takast á við þessar breytingar, á meðan þær reynast öðrum börnum og fjölskyldum erfiðar.

Það er alltaf líf og fjör í skólanum