Fréttir & tilkynningar

27.05.2020

Skólaslit 5. júní 2020

Skólaslit Stapaskóla fyrir skólaárið 2019 - 2020 verða föstudaginn 5. júní. Nemendur mæta í sín rými og koma svo saman á sal þar sem skólastjóri segir nokkur orð. Að lokum halda þeir til baka þar sem hrósskjöl verða lesin upp og vitnisburður afhentur.
27.05.2020

Vettvangsferð í Narfakotseylu

Í gær þriðjudag fóru nemendur í 1. bekk í vettvangsferð niður í Narfakotseylu. Tilefnið var svokallaður Umhverfisdagur sem haldin var á vegum verkefnisins, Brúum bilið, samstarf milli skólastiga. Í Narfakotseylu hittust 1. bekkir úr Stapaskóla og Akurskóla ásamt elstu börnum leikskólanna Akurs og Holts. Krakkarnir hittu því þar gamla og nýja félaga, fengu ís og var mikið fjör í nemendahópnum. Nemendur stóðu sig mjög vel og skemmtu sér konunglega.
19.05.2020

Starfsdagur - frí hjá nemendum

Á morgun miðvikudag 20. maí er starfsdagur og frí hjá nemendum. Frístundaheimilið er einnig lokað.

Það er alltaf líf og fjör í skólanum