Fréttir & tilkynningar

21.10.2021

Íþróttir fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir

Ungmennafélögin UMFN og Keflavík bjóða í sameiningu upp á námskeið í knattspyrnu og körfubolta fyrir börn á aldrinum 6 - 13 ára með mismunandi stuðningsþarfir. Við hvetjum foreldra að kynna sér.
18.10.2021

Opnunarhátíð Stapaskóla

Á laugardaginn 23. október höldum við veislu og bjóðum gestum í heimsókn til að skoða fallegu og framsæknu skólabyggingu okkar. Dagskrá hefst kl.11.00 þar sem flutt verða tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, nemendur úr 2. bekk flytja söng, ávarp frá Helga Arnarsyni fræðslustjóra og tónlistarmaðurinn Jón Jónsson kemur. Nemendur og foreldrar í 10. bekk munu selja kaffi og vöfflur í fjáröflunarskyni fyrir vorferð. Við hlökkum til að sýna og segja ykkur frá því frábæra skólastarfi sem er í gangi við Stapaskóla.
15.10.2021

Skólablak

Skólablak eru blak viðburðir fyrir grunnskóla krakka í 4.-6. bekk um allt land. Hópurinn fer hringinn í kringum landið og er með svæðisbundinn blakmót með það fyrir markmiði að kynna blak fyrir krökkum og kennurum sem íþrótt. Níu nemendur úr 4. bekk tóku þátt í skólablakmóti í Reykjanesbæ í gær. Allir skemmtu sér konunglega og má með sanni segja að nemendur hafi verið Stapaskóla til sóma. Við hvetjum alla til að fylgjast með næsta þætti af Landanum sem kíkti við og tók viðtal við tvo af okkar nemendum.
08.10.2021

Menntabúðir

Það er alltaf líf og fjör í skólanum