Fréttir & tilkynningar

21.03.2023

Fræðslukvöld Fjörheima og FFGÍR

Þann 27. mars kl. 19:30-20:30 verða Fjörheimar með fræðslukvöld um notkun samfélagsmiðla meðal ungmenna í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Skúli Bragi Geirdal frá Fjölmiðlanefnd kemur til að ræða niðurstöður rannsóknarinnar „börn og netmiðlar.“ Starfsfólk Fjörheima ræða einnig um nýja fræðslu sem byggir á niðurstöðum rannsóknarinnar en á næstu dögum verður farið með fræðsluna í alla grunnskóla bæjarins.
14.03.2023

Skertur dagur á leikskólastigi 16. mars

Samkvæmt skóladagatali er skertur dagur á leikskólastigi fimmtudaginn 16. mars frá kl. 13.00. Leikskólastigið lokar því fyrr þennan dag og við biðjum ykkar að vera búin að sækja börnin fyrir kl. 13.00.
10.03.2023

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Hljómahöll í gær 9. mars. Þar komu saman keppendur úr 7. bekk frá öllum grunnskólum Reykjanesbæjar og kepptu fyrir hönd síns skóla. Markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga nemenda á vönduðum upplestri og framburði. Keppnin er ávallt sett á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember og þá byrja nemendur að æfa upplestur á fjölbreyttum texta.
02.03.2023

Gettu enn betur

Það er alltaf líf og fjör í skólanum