Þemadagar 2022

Þemadagar voru haldnir í Stapaskóla 9.-11. nóvember sem endaði með glæsilegri þemasýningu hjá grunnskólastigi. Þemað að þessu sinni var “Allt um heilsuna”.

Nemendur á yngra og miðstigi, 1. til 6. bekk, unnu að fjölbreyttum verkefnum sem snéru að heilsu og hugarfrelsi. Nemendur flökkuðu á milli stöðva á neðri hæð skólans, miðvikudag og fimmtudag. Á stöðvunum var unnið með styrkleika, fyrirmyndir, þakklæti, vináttu, fæðuhringinn, slökun, jóga og leiki. Í dag föstudag þá var foreldrum og öðrum gestum boðið í heimsókn að skoða afrakstur þemadagana ásamt því að vinna skemmtileg verkefni með börnunum tengd Hugarfrelsi svo sem slökun, jóga og unnið með styrkleika. Vel var mætt af foreldrum og aðstandendum. Gaman var að sjá hvað foreldrar voru virkir í verkefnum og áttu góða og notalega stund með börnum sínum.

Í 7.-10. bekk var unnið með heilastöðvarnar þar sem farið var yfir hvernig helstu stöðvarnar vinna og hvernig við getum unnið okkur úr festuhugarfari yfir í vaxandi hugarfar. Einnig var unnið með hugarfrelsi á nokkrum stöðum þar sem nemendur lituðu, unnu macramé lyklakippur, lærðu um stress og leiðir til að láta líða úr sér ásamt því að stunda jóga, hreyfingu og heilsusamlegar matavenjur. Einnig var unnið með jól í skókassa verkefnið þar sem allt grunnskólastig lagðist á eitt og safnaði í skókassagjafir sem nemendur pökkuðu svo inn. Gjafirnar fara í ár til barna í Úkraínu og verða 104 kassar frá okkur í sendingunni í ár.

Nemendur á leikskólastigi tóku þátt í þemadögum Stapaskóla. Var þeim skipt upp í hópa sem fór svo á milli stöðva. Þær stöðvar sem voru í boði voru vettvangsferðir, útileikir og jóga þar sem voru gerðar öndunaræfingar, teygjur og endað á hugleiðslu. Þá var einnig hægt að föndra blóm til að nota í vinnu með hugarfrelsi. Síðan var lesin bókin um regnboga fiskinn á einni stöðinni og svo mátt teikna mynd af fiskinum. Allar þessar stöðvar snéru að vináttu, heilsu og hugarfrelsi. Við vorum mjög heppin að fá tíu nemendur af grunnskólastigi til að aðstoða okkur með þessa vinnu.

Við þökkum nemendum kærlega fyrir frábæra þemadaga og foreldrum fyrir komuna í dag.

Þemadagar - 1.-6. bekkur

Þemadagar - 7.-10. bekkur

Þemadagar - leikskólastig

Þemadagar - þemasýning grunnskólastigs