SOS barnaþorpin - 3. og 6. bekkur

Nú í desember hafa nemendur í 3. og 6. bekk tekið höndum saman og safnað pening fyrir SOS Barnaþorpin í stað þess að gefa jólagjafir sín á milli á litlu jólunum. Nemendur hafa verið að fylgjast með jóladagatali SOS í desember þar sem fjallað er um starfsemi SOS barnaþorpanna og einnig réttindi barna í barnasáttmálanum. Nemendur söfnuðu 102.500 kr. sem munu nýtast mjög vel í verkefni SOS barnaþorpanna í Malaví. Rakel Lind, fjármála- og fjáröflunarstjóri SOS barnaþorpanna kom í heimsókn og spjallaði við nemendur í dag, 12. desember, að lokum tók hún svo við styrknum frá nemendum. Við erum afar stolt af hugulsemi og hjartahlýju nemendanna sem er í anda jólanna. Gjafmildi og gleði er sko ríkjandi hér í Stapaskóla.

SOS barnaþorpin - 3. og 6. bekkur