Tónlist og hreyfing í 3. Bekk

Tónlist og hreyfing í 3. bekk er bæði fjörug og skemmtileg þar sem að við notum hljóðfæri og ýmislegt annað til að búa til takt. Okkur finnst gaman að dansa saman og þá notum við taktinn sem að við höfum skapað, hlustum á tónlist saman og hreyfum okkur jafnvel eftir Just dance. Við í 3. bekk sjáum að í gegnum hreyfingu og tónlist örvast og þroskast líkamsvitund og hreyfigeta nemenda. Með hreyfingu í skólastarfi hvetjum við nemendur til að hreyfa sig á hverjum degi og stuðla þannig að heilbrigði og velferð. Stuðlum að skemmtilegu og hvetjandi námsumhverfi með því að hafa gaman í skólanum með tónlist og hreyfingu.