Þorgrímur Þráinsson í heimsókn í Stapaskóla

Þorgrímur Þráinsson talar við 10. bekk Stapaskóla
Þorgrímur Þráinsson talar við 10. bekk Stapaskóla

Fimmtudaginn 1. september kom Þorgrímur Þráinsson og heimsótti 10. bekk. Flutti hann fyrirlesturinn “Vertu ástfangin af lífinu”. Þar fór hann yfir mikilvægi þess að setja sér markmið í lífinu og að þora að fara út fyrir þægindarrammann. Þorgrímur lagði sérstaka áherslu á að það ber enginn ábyrgð á þeirra velgengni nema þau sjálf. Hann talaði einnig um það hversu mikilvægt er að við komum vel fram við hvert annað og njótum alls þess sem lífið hefur uppá að bjóða.  Nemendur tóku mjög vel í fyrirlesturinn og fengu í hendunar verkfæri til áframhaldandi vinnu.