Þemahátíð 2024

Dagana 4. - 5. júní eru þemadagar í Stapaskóla þar sem nemendur af Óskasteini og í 1. - 10. bekk munu vinna í aldursblönduðum hópum að fjölbreyttum verkefnum þar sem þemað er "Reykjanesbær - bærinn minn". En þann 11. júní næstkomandi eru 30 ár frá því að Reykjanesbær varð til við sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna.

Fimmtudaginn 6. júní verður svo haldin þemahátíð þar sem afrakstur þemadaga verður sýndur. Þá er skertur nemendadagur hjá nemendum í 1. - 10. bekk, mæting kl. 09:30 og lýkur kl. 11:00. Frístundaheimilið opnar að loknum skóladegi fyrir þá nemendur sem eru þar skráðir.

Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að koma með nemendum á þemahátíðina.