Þemahátíð

Nemendur af Óskasteini og 1. - 10. bekk hafa undanfarna daga unnið í blönduðum hópum í fjölbreyttum verkefnum sem tengjast fjölbreytileika mannfólksins. 

Á föstudaginn er þemahátíð þar sem afrakstur verður til sýnis fyrir gesti og gangandi. Þá er skertur nemendadagur hjá nemendum í 1. - 10. bekk, mæting kl.8.30 og lýkur kl.10.00. Frístundaheimilið opnar strax að loknum skóladegi.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll!