Þemadagar

Þemadagar Stapaskóla stóðu yfir dagana 1-4. júní. Þema dagana voru hetjur og var nemendum skipt upp í hópa þvert á skólann. Það er í hverjum hóp voru nemendur frá 5 ára til 15. ára sem unnu saman í ýmiskonar smiðjum þar sem reynt var á íþróttir og listir. Í smiðjunum gerðu nemendur stuttmynd, bjuggu til teiknimyndasögu, útfærðu þemalög, útbjuggu búninga og fána og æfðu sig fyrir hetjuleikana sem haldnir voru á fimmtudeginum 3. júní. Á hetjuleikunum kepptu liðin svo í fjölbreyttum áskorunum og þrautum og hvöttu hvort annað áfram. Sama dag fengu nemendur svo tækifæri til þess að horfa á upptökur af sýningunni Alli og lampinn sem leikfélag skólans hefur verið að vinna að í vetur. 

Föstudaginn 4. júní var svo skertur skóladagur nemendur gengu um skólann og skoðuðu þemadaga verk hvors annars. Þá voru úrslit hetjuleikana tilkynnt ásamt því að viðurkenningar voru veittar frá öllum smiðjum.