Takmörkun á skólastarfi 3. - 17. nóvember

Samkvæmt reglugerð Heilbrigðisráðherra hefst á morgun takmörkun á skólahaldi til 17. nóvember. Þær skorður sem eru settar þar fram með takmörkun á nemendafjölda hefur talsverð áhrif á okkar.

Í þennan tíma mun skólastarf fara fram á eftirfarandi hátt:


Kl.7.45 - 16.15 Opnunartími á leikskólastigi óbreytt. Nemendur verða staðsettir á tveimur stöðum í byggingunni en fataklefi sá sami. Foreldrar mæti með grímu og lágmarki tímann inni í byggingunni

Kl.8.30 – 12.30 - Nemendur í 1. – 6. bekk í skólanum.
Kl.12.30 – 15.30 – Frístundaheimilið opið fyrir nemendur í 1. – 3. bekk.
Kl.11.00 – 12.00 – Rafræn kennsla hjá nemendum í 7. – 9. bekk.
Kl.13.30 – 16.00 – Nemendur í 7. – 9. bekk í skólanum.

Í dag munu foreldrar/forráðamenn fá tölvupóst frá umsjónarkennurum sínum þar sem farið er nánar yfir skipulagið.

Við munum að þetta er hugsað til tveggja vikna og þurfum öll að fara varlega og gæta að sóttvörnum.

Við gerum okkar besta við að halda úti hefðbundinni kennslu og þjónustu við nemendur innan þess tímaramma sem við höfum.