Vorhátíð Stapaskóla

Mánudaginn 7. Jjúní héldu nemendur á elstu deild leikskólastigs og á grunnskólastigi Stapaskóla upp á vorhátíð. Á vorhátíðinni var árgangakeppni þar sem keppt var í mismunandi þrautum og hafði hver árgangur valið sér sinn lit til þess að einkenna sig á hátíðinni.  Nemendur í 3. bekk, 6. bekk og 8. bekk báru sigur úr býtum hver í sínum flokki í þessari skemmtilegu þrautakeppni. 

Eftir þrautakeppnina mætti dansari frá Dans Afríka Iceland og kenndi nemendum og starfsfólki afró dansa á skólalóðinni. Þegar því var lokið mætti Friðrik Dór á svið og söng og skemmti krökkunum. Að lokinni dagskrá fengu allir krakkar pylsur og svala áður en þau fóru heim.