Sumargleði á leikskólastigi

Leikskólastig Stapaskóla hélt sumargleði miðvikudaginn 26. júní. Við byrjuðum gleðina strax í útiveru um morguninn en við fengum góðar gjafir frá foreldrafélaginu sem við tókum í notkun þá. 

Í hádegismat var svo boðið upp á pizzu og í síðdegishressingu fengu allir skúffuköku. Þeir sem vildu fengu andlitsmálningu og síðan fórum við á útisvæði þar sem starfsfólk leikskólans var með stöðvar. Þar var hægt að smíða, mála með vatni, blása sápukúlur og fara í reipitog svo eitthvað sé nefnt. 


Við þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir skemmtilega útidótið sem hefur vakið mikla ánægju meðal barnanna.