Sumarfrístund hefst þriðjudaginn 9. ágúst

Þann 9. ágúst hefst sumarfrístund fyrir þá nemendur sem fara í 1. og 2. bekk haustið 2022. Starfsemin er frá kl. 9.00 - 15.00 alla virka fram að skólasetningu. Börnin fá hádegismat og síðdegisnesti en taka með nesti til að borða fyrir hádegi. Starfsemin fer fram í stofum 1. og 2. bekkjar. Nánari dagskrá verður send út eftir helgi.

Alexía Ósk forstöðumaður frístundaheimilis Stapaskjóls mun skipuleggja og halda utan um starfið. Með henni verða starfsmenn frístundar. Leiðarljós frístundaheimilanna er að bjóða börnum upp á þátttöku í fjölbreyttu frístunda- og tómstundastarfi án aðgreiningar með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra í gegnum leik og starf.