Sumarfrístund hefst miðvikudaginn 9. ágúst

Þann 9. ágúst hefst sumarfrístund fyrir þá nemendur sem fara í 1. og 2. bekk haustið 2023. Starfsemin er frá kl. 9.00 - 15.00 alla virka fram að skólasetningu. Börnin fá hádegismat og síðdegisnesti en taka með nesti til að borða fyrir hádegi. Starfsemin fer fram í stofum 1. og 2. bekkjar.

Alexía Ósk forstöðumaður frístundaheimilis Stapaskjóls mun skipuleggja og halda utan um starfið. Með henni verða starfsmenn frístundar. Leiðarljós frístundaheimilanna er að bjóða börnum upp á þátttöku í fjölbreyttu frístunda- og tómstundastarfi án aðgreiningar með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra í gegnum leik og starf.

Skráning er hafin og fer fram í gegnum www.mittreykjanes.is og er skráning fyrir þetta tímabil ótengd skráningu fyrir frístundaheimilin eftir að skólastarf hefst. Gert er ráð fyrir því að foreldrar séu búnir að skrá börnin sín fyrir 20. maí.

Gjaldskrá fyrir tímabilið 9. – 22. ágúst 2023

Frístund fyrir 10 daga frá kl. 9:00 – 15:00 - 21.229 kr.

  • þar af hádegismatur og síðdegisnesti - 7.010 kr.

ATH! Foreldrar með systkin á leikskólum eða hjá dagforeldrum eru beðnir um að setja inn upplýsingar um systkin vegna fjölskylduafsláttar í reitinn annað. Fjölskylduafsláttur (gildir eingöngu af tímagjaldi – 14.219 kr) gildir milli skólastiga, þ.e. dagforeldra, leikskóla og frístundaskóla.