Strætóferð yngstu barna.

Sælir kæru forldrar og velunnarar Stapaskóla.

Strætóferðir leikskólabarna

Við á Álfa- og Völusteini erum farin að fara með börnin í stuttar ferðir í strætó. Fyrsti hópurinn fór á þriðjudagsmorgun með fjórum börnum af hvorri deild. Farið var með strætó og var förinni heitið í Stekkjarkot. Þaðan gengum við í gamla landnámsdýragarðinn þar sem við borðuðum nesti. 

Því næst gengum við niður í Narfakotsseylu. Þar er skemmtilegt útikennslusvæði, tjörn, fjara og margt skemmtilegt. Það var töluvert af pappírsrusli sem börnin tóku saman ásamt kennurum og höfðu á brott með sér.

Það er ofsalega gaman að fara með börnin þessa stuttu leið rétt út fyrir þeirra nærumhverfi. Við hlökkum mjög mikið til þess að fara í fleiri ferðir