Starfsfólk og nemendur gengu hringinn í kringum Ísland á 80 mínútum.

Í tilefni af heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar settu starfsfólk og nemendur sér það markmið að ná að ganga/hlaupa umhverfis Ísland á 80 mínútum. Til að ná því markmiði þurftu nemendur og starfsfólk að ganga/hlaupa 1.321 km samtals. Tvær elstu deildir leikskólastigs og starfsfólk ásamt starfsfólki og nemendum á grunnskólastigi tóku þátt í þessu verkefni. Hringurinn sem var farinn var 2,5 km langur og var gengið/hlupið einn til þrír hringir. Það var mjög gaman að sjá allan skólann vinna að þessu markmiði og stóðu allir sig einstaklega vel. Við erum ákaflega stolt að segja frá því að markmiðið tókst og gott betur en það