- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Fimmta Stapavakan hefst: Glæsileg sýning á STEAM verkefnum
Nú er komið að hinni árlegu og skemmtilegu Stapavöku, þeirri fimmtu í röðinni. Skólinn iðar af lífi því nemendur á unglingastigi kynna nú stolti afrakstur vinnu sinnar.
Viðfangsefnin eru margvísleg en nemendur í 7. og 8. bekk rannsaka áhrif mannsins á jörðina og varpa ljósi á umhverfismál samtímans. Á sama tíma sökkva nemendur í 9. og 10. bekk sér ofan í málefni tengd auðlindum og skoða nýtingu þeirra frá ýmsum hliðum. Það er aðdáunarvert að sjá hversu mikinn metnað krakkarnir leggja í verkefnin sín.
Sýningin fer fram á 2. hæð skólans. Þar eru niðurstöður rannsókna og fjölbreyttar tilraunir til sýnis fyrir gesti og gangandi.
Öll eru velkominn að koma og sjá afurðir nemenda og fræðast um tilraunir þeirra.