Sólkerfið - þemavinna í 6. bekk

Nemendur í 6. bekk voru að klára að læra um sólkerfið en lokaverkefnið þeirra snérist um að búa til líkan af sólkerfinu í réttum hlutföllum við sólina. Inn í kennslurými er stór hringur þar sem hægt er að hópa nemendum saman í innlagnir. Það rými var notað sem stærð sólarinnar og pláneturnar voru unnar í hlutfalli við það. Nemendur voru einstaklega áhugasamir og vinnusemi var til fyrirmyndar. Verkefnið vakti mikla lukku og upp spruttu miklar umræður um fjarlægð og stærð sólkerfisins ásamt vangaveltum um af hverju tunglið okkar var ekki sýnilegt á líkaninu. Verkefnið byggist á verkefni frá vísindasmiðjunni sem finna má hér.

Sólkerfið - þemavinna í 6. bekk