Skólastarf fram að jólafríi

Ágætu foreldrar/forráðamenn

Í ljósi nýrrar reglugerðar þar sem enn eru takmarkanir um fjölda og blöndun hópa í skólastarfi verður óbreytt skipulag fram að jólafríi. Grímuskylda og fjarlægðartakmarkanir eiga þó ekki lengur við hjá nemendum í 8. og 9. bekk.

Skólastarfið gengur vel, nemendur okkar - börnin ykkar eru að standa sig mjög vel í aðstæðum sem ekkert okkar hefur upplifað áður. Við erum öll við sama borðið, hjálpumst að og styðjum hvort annað.

Enn og aftur eigið þið og börnin ykkar hrós skilið fyrir gott samstarf og með samstilltu átaki hefur starfið gengið einstaklega vel.

Ég hvet ykkur til að njóta aðventunnar með ykkar fjölskyldum og verum dugleg að gleðjast yfir litlu hlutunum.

Now a new regulation has been issued which unfortunately does not allow us to change the arrangement of school work at Stapaskóli for the rest of the year.

The same arrangement continues and further arrangements for events will be sent as soon as possible.

School work is going well, our students - your children are doing wonderfully well in situations that none of us have experienced before. We are all at the same page, helping and supporting each other.

Once again, you and your children deserve praise for good cooperation, and with a concerted effort, the work has gone extremely well.

Hlýjar kveðjur

Gróa skólastjóri