Skólastarf frá 5. janúar

Á morgun tekur gildi ný reglugerð vegna takmörkunar á skólastarfi. Fjöldatakmarkanir vegna nemendafjölda gera okkur erfitt fyrir sökum þess að tvenndirnar eru byggðar fyrir tvo árganga og nemendafjöldi þar vel yfir takmörkunum. Við höfum fundið lausn á því og getum því tekið við öllum nemendahópum á grunnskólastigi í hefðbundið skólastarf. Við gerum ákveðnar breytingar í list - og verkgreinum til að fá rými fyrir alla. Við þökkum starfsmönnum fyrir umburðarlyndi og endalausan sveigjanleika með vellíðan nemenda að leiðarljósi að þetta tókst. Valgreinar hjá nemendum í 7. - 9. bekk hefjast á mánudaginn.

Við hlökkum til að sjá nemendur okkar og geta þeir allir mætt eftir stundatöflu á morgun.