Skólasetning við Stapaskóla

Skólasetning fer fram þriðjudaginn 24. ágúst í Stapaskóla. Vegna takmarkana verður ekki hefðbundin skólasetning og foreldrar barna í 2. - 10. bekk ekki boðnir velkomnir að þessu sinni.

Kl.9.00 - nemendur í 2., 4., 6., 8. og 10. bekk mæta í sín rými til umsjónarkennara.
Kl.10.00 - nemendur í 3., 5., 7. og 9. bekk mæta í sín rými til umsjónarkennara.

Kl.11.00 - nemendur í 1. bekk mæta á sal skólans. Einn til tveir mega fylgja hverju barni. Grímuskylda er hjá foreldrum.

Nemendur fara heim að lokinni skólasetningu.

Við viljum minna á sóttvarnir og mikilvægi þess að nemendur séu heima ef þeir sýna einhver einkenni kórónuveirunnar sem eru t.d. hiti, hósti, þreyta, vöðva-, bein - eða höfuðverkir.

Við hlökkum til að taka á móti nemendum okkar og spennt fyrir komandi skólaári.