Skólahald í Stapaskóla

Ágætu foreldrar/forráðamenn

Nú er ljóst að skólastarf mun raskast verulega í ljósi takmarkana sem sóttvarnarlæknir hefur sett.

Meginlína í Stapaskóla verður sú að nemendum verður skipt í tvo hópa og verður hópnum kennt sitthvorn daginn. 

Nemendur mæta allir í skólann á tilteknum tíma í sitt rými og geyma útifatnað þar inni. Aðal anddyri skólans verður lokað. Mikilvægt er að nemendur mæti á þeim tíma sem tilgreindur er í bréfinu frá umsjónarkennara. 

Nemendur munu fá hreyfingu daglega með íþróttakennara en sundkennsla fellur niður. 

Hádegismatur verður framreiddur inni í rými og verður í boði samlokur og ávöxtur fyrir þá sem eru í áskrift hjá Skólamat. Þeir nemendur sem eru með nesti geta ekki fengið að hita né grilla.

Foreldrar og gestir eru beðnir um að koma ekki inn í skólann á meðan á þessu ástandi stendur.

Frístundaheimilið verður opið fyrir þá nemendur sem eru skráðir þá daga sem þeir eru boðaðir í skólann. Frístundaheimilið lokar kl.16.00.

Vinsamlegast farið vel yfir þær leiðbeiningar sem sendar hafa verið heim og ræðið við börnin ykkar.

Með von um gott samstarf

Starfsfólk Stapaskóla

________________________________________________

Dear parents / guardians

It is now clear that schooling will be significantly disrupted in light of the limitations set by the Icelandic department of Heath and epidemilogy.

The main focus in Stapaskólii will be that students will be divided into two groups and the groups will be taught every other day. 

Students show up at different times in the morning and go home at different times. Frístund will be open until 16:00.

Food will be consumed in the classroom and those who are subscribed to Skólamatur will be offered a food.

Today, all grades receive mail from their teachers with instructions on how the next days will be and all timings. It is important that students come in at the entrance and at the time they are intended.

Please carefully review the instructions that will be sent and discuss with your children. 

During these restrictions, parents and others are asked not to enter the school but rather send an email to the staff or call.

With the hope of good cooperation,

Staff of Stapaskóli