Skert skólastarf vegna boðaðs verkfalls félagsmanna í STFS

Næstu þrjá daga hafa verið boðuð verkföll hjá félagsmönnum STFS í grunnskólum Reykjanesbæjar. Við þurfum því miður að vera með skert skólastarf að hluta til þessa daga.

Þriðjudaginn 23. maí er verkfall frá kl.8.00 - 12.00.

  • Nemendur í 1. - 4. bekk mæta kl.8.30 og eru til kl.9.50. Þeir fara þá heim og mæta aftur kl.12.00. Hefðbundið skólastarf eftir hádegi og frístundaheimilið opið.
  • Nemendur í 5. - 10. bekk mæta kl.8.30 og eru allan skóladaginn sinn.


Miðvikudaginn 24.maí er verkfall frá kl.8.00 - 16.00.

  • Nemendur í 1. - 4.bekk mæta kl.8.30 til kl.9.50. Þeir fara þá heim út daginn.
  • Nemendur í 5. - 10. bekk mæta kl.8.30 til kl.12.10 en fara þá heim í hádegishlé. Þeir mæta aftur kl.12.40 og klára daginn sinn.


Fimmtudaginn 25. maí er verkfall frá kl.8.00 - 12.00

  • Nemendur í 1. - 4. bekk mæta kl.8.30 og eru til kl.9.50. Þeir fara þá heim og mæta aftur kl.12.00. Hefðbundið skólastarf eftir hádegi og frístundaheimilið opið.
  • Nemendur í 5. - 10. bekk mæta kl.8.30 og eru allan skóladaginn sinn.


Skólahúsnæðið opnar kl.8.30 þessa þrjá morgna fyrir alla nemendur í 1. - 10.bekk.

Starfsmenn skóla á grunnskólastigi eru ýmist í STFS eða VSFK. Því eru sumir starfsmenn í vinnu en aðrir ekki.
Vorferðir nemenda haldast eins og er en ef breyting verður þá munuð þið vera upplýst.

Við biðjum ykkur að fylgjast vel með tölvupósti og fréttum ef ske kynni að samið verður.