- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Í vor fengu allir leikskólar Reykjanesbæjar ásamt Bókasafni Reykjanesbæjar styrk til að vinna sameiginlega að þróunarverkefninu Leikgleði gegnum sögur og söng.
Verkefnið gengur út á að efla hugtakaskilning, orðaforða, hlustunarskilning og frásagnarhæfni barna með aðferðum sem byggja á leik, söng og virkni. Með því eru börnin gerð virkir þátttakendur í tónlistinni, dansinum, hljóðunum eða leiknum sem byggir á sögunum sem unnið er með.
Verkefnastjóri verkefnisins er Ólöf Kristín Guðmundsdóttir kennsluráðgjafi á Menntasviði Reykjanesbæjar og sérfræðingur verkefnisins er Birte Harksen. Birte hefur starfað sem leikskólakennari í 25 ár og hefur m.a. fengið Íslensku menntaverðlaunin sem framúrskarandi kennari. Hún heldur einnig úti heimasíðunum bornogtonlist.net og leikuradbokum.net.
Í vikunni fengum við Birte og samstarfskonu hennar Immu í heimsókn til okkar á leikskólastigið. Þær voru með sögustund þar sem bæði börn og kennarar tóku þátt. Í sögustundinni lásu þær bók fyrir hópinn og má segja að sagan hafi lifnað við. Börn og kennarar völdu sér sögupersónu úr bókinni og úr varð mjög skemmtilegur leikur og öll skemmtu sér konunglega.
Heimsóknin endaði á Birte- og Immu söngstund, þar sem þær sungu fyrir okkur nokkur lög og brugðu sér í fjölmörg hlutverk. Sem dæmi má nefna krókódíl, tígrisdýr, dreka og skrítnar galdranornir!
Við í Stapaskóla vorum svo sannarlega í skýjunum eftir daginn og þökkum Birte og Immu kærlega fyrir heimsóknina.
Hægt er að sjá fleirri myndir hér.