Skákmeistari í heimsókn í Stapaskóla

Föstudaginn 27. janúar kom skákmeistarinn Arnar Heiðarsson í heimsókn til okkar hingað í Stapaskóla. Þessi heimsókn var í tilefni skákdagsins sem haldinn er hátíðlegur 26. janúar ár hvert til heiðurs Friðriki Ólafssyni stórmeistara í skák.

Arnar byrjaði fjölteflið um kl. 10 og tefldi stanslaust til 12.20. Það var góð stemming og við færum Arnari bestu þakkir fyrir að koma til okkar og tefla.

Skákmeistari í heimsókn í Stapaskóla