Sexan stuttmyndakeppni - 7. bekkur

Nemendur í 7. bekk tóku þátt í stuttmyndakeppni á vegum 112.is og Ungrúv. Stuttmyndakeppnin ber nafnið Sexan og er hún sett af stað í tilefni af viku sex sem er í næstu viku. Vika sex hefur verið að festa sig hægt og rólega sem vika full af fræðslu og verkefnavinnu tengdri kynfræðslu. Nemendur í Stapaskóla fóru í gegnum viku sex í fyrsta skipti í fyrra og heppnaðist mjög vel. Í ár er engin undantekning. Stuttmyndakeppnin er haldin fyrir nemendur í 7. bekk til að auka fræðslu á samþykki, nektarmyndum, tælingu eða slagsmálum unglinga. Fleiri samstarfsaðilar koma að verkefninu og munu 3 bestu myndböndin hljóta sýningu á vef Ungrúv ásamt því að verða boðið sem fræðsluefni til annarra skóla.

Hér er um mikilvæga jafningjafræðslu að ræða. Okkar nemendur slógu heldur betur engu slöku við og hönnuðu myndband þar sem þau léku, tóku upp, klipptu og staðfærðu algerlega á eigin vegum. Afraksturinn er flott myndband sem við látum fylgja með fréttinni.

Fyrir áhugasama þá má einnig lesa meira um stuttmyndakeppnina hér https://www.112.is/sexan