- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Í dag fóru nemendur á Óskasteini, elstu deild leikskólastigs ásamt nemendum í 3. bekk og 7. bekk í skrúðgarðinn í Keflavík til þess að fylgjast með setningu Ljósanætur. Allir nemendur á þessum aldri í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar mættu þar saman og var mikið fjör. Ljósanæturfáninn var dreginn að húni og Kjartan Már, bæjarstjóri setti hátíðina. Svo steig tónlistarmaðurinn Fiðrik Dór á stokk og söng nokkur lög ásamt Ljósanæturlaginu vinsæla við miklar undirtektir viðstaddra.
Ljósanæturfáninn var einnig dreginn að húni við Stapaskóla og var það verkefni í höndum nemenda úr elstu deild leikskólastigs og elsta árgangi grunnskólastigs. Þessir nemendur eiga allir það sameiginlegt að vera nýir í skólanum okkar og koma frá Grindavík.