- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Á mildum og góðum dögum getur verið gaman að brjóta upp hið hefðbundna starf í leikskólanum. Það höfum við gert undanfarið og verið með sameiginlega söngstund á útisvæði. Það er fátt betra en að syngja hástöfum úti undir beru loft, þenja lungun vel og fá frískt loft í leiðinni. Ferskt loft er gott fyrir lungun og kemur blóðinu á hreyfingu. Svo léttir söngur lundina.