Rithöfundurinn Bjarni Fritz heimsótti Stapaskóla

 

Nemendur í 3. -6. bekk fengu skemmtilega heimsókn í gær, 3. desember, þegar rithöfundurinn Bjarni Fritzson kom í skólann til að kynna bækur sínar um hinn vinsæla Orra óstöðvandi.

Bjarni las upp úr nýjustu bók sinni við mikinn áhuga nemenda og gaf nemendum innsýn inn í sköpunarferlið. Hann svaraði fjölda spurninga um bækurnar af sinni alkunnu hlýju og húmor. Einnig hvatti hann nemendur sérstaklega til að lesa reglulega og hlúa að eigin sköpunargleði.

Einn af hápunktum heimsóknarinnar var lífleg og skemmtileg hraðaspurningakeppni þar sem nemendur tóku virkan þátt og létu vel í sér heyra. Stemningin var frábær og allir skemmtu sér konunglega.

Heimsókn Bjarna er mikil hvatning í lestrarátakinu okkar og þökkum við honum kærlega fyrir frábæra heimsókn!