Refurinn er lukkudýr Stapaskóla

Vorið 2022 stakk Birna Margrét Færseth, nemandi í Stapaskóla, upp á því að skólinn þyrfti að eiga lukkudýr og að hún gæti búið það til. Hún gerði skissur að nokkrum dýrum og haustið 2022 var haldin kosning meðal nemenda skólans um hvaða dýr yrði fyrir valinu. Refurinn hlaut yfirburða kosningu og í kjölfarið pantaði Birna þá hluti sem þurfti til að hún gæti skapað refabúning sem hægt væri að nota á stórviðburðum í skólanum.

Það tók langan tíma að fá alla íhluti til landsins en eftir páska vorið 2023 hófst Birna handa við vinnuna. Útkoman er hreint út sagt stórkostleg og fyrsta stórverkefni refsins okkar er að vera lukkudýr Stapaskóla á Skólahreysti keppninni.

Við viljum þakka Birnu fyrir frumkvæðið og vandaða vinnu.

Til hamingju með nýja lukkudýrið Stapaskóli!