Pysjur í heimsókn

Mánudaginn 19. september fengu nemendur í Stapaskóla sérstaka gesti. Emelíana og Elísabet María, nemendur í 3. bekk og Adríana nemandi á Mánasteini komu með pysjur í skólann. Pysjur eru Lundar á barnsaldri og algengt er að hjálpa þurfi ungunum í átt að sjó þar sem þeir geta sinnt eigin fæðuöflun og komist norður á leið. Nemendur fengu örfræðslu um pysjur og litu þær augum. Að fá slíkt tækifæri er mikilvægt og þökkum við nemendunum sem komu með pysjurnar ásamt Þóru Fríðu Åberg Ólafsdóttur, móður Emelíönu og Adríönu.

Sjá myndir hér