Páskaleyfi og skólahald í takmörkunum!

Nú eru nemendur Stapaskóla að halda í páskaleyfi og mæta aftur til starfa þriðjudaginn 6. apríl. Ný reglugerð tekur gildi þá um takmörkun á skólastarfi sem snertir skólastarfið að einhverju leyti.

Þar má helst nefna:
- ekki mega vera fleiri en 50 nemendur á grunnskólastigi saman í kennslurými
- ekki mega vera fleiri en 20 starfsmenn saman í rými
- starfsfólk mun notast við grímur í matsal, á göngum og ef þeir geta ekki viðhafið 2m reglunni við aðra starfsmenn
- foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingu nema nauðsyn beri til
- tekið er á móti nemendum á leikskólastigi í anddyri leikskólans og reynt eftir bestu getu að skila þeim úti í lok dags þegar veður leyfir

Við hvetjum alla til þess að gæta að persónulegum sóttvörnum og minnum á mikilvægi handþvottar og noktun spritts. Ef nemendur sýna einkenni kórónuveirunnar að senda þá ekki í skólann og að fara strax í Covid - próf.

Við erum öll almannavarnir!

Njótið páskahelgarinnar í faðmi fjölskyldunnar og við sjáumst hress og kát á þriðjudaginn.

Gleðilega páska!