Páskaleyfi

Kæru foreldrar/forráðamenn

Nú er viku þrjú að ljúka frá því skert skólahald var sett á. Skólastarf hefur gengið mjög vel og börnin róleg og yfirveguð. Kennarar hafa endurskipulagt kennsluáætlanir sínar til að mæta þessu ástandi ásamt því að útbúa hugmyndabanki og heimavinnuskipulag fyrir heimilin.

 Á mánudaginn hefst páskaleyfi sem stendur til mánudagsins 13. apríl. Fræðsluráð Reykjanesbæjar samþykkti nú í morgun að veita öllum grunnskólum starfsdag þriðjudaginn 14. apríl. Þann dag munu starfsmenn og kennarar skipuleggja framhaldið í skertu skólahaldi, undirbúa námsmat o.s.frv. Nemendur mæta aftur í skólann í óbreytt fyrirkomulag þ.e. annan hvern dag í hóp 1 og hóp 2 miðvikudaginn 15.apríl. Hópur 1 kemur á fimmtudag. Hópur 2 kemur á miðviku- og föstudag.

 Við biðjum foreldra að fylgjast vel með tölvupóstum og samskiptamiðlum ef eitthvað breytist.

Við viljum vekja athygli á orðum sóttvarnarlæknis og landlæknis að börnin ykkar eru örugg á skólatíma. Við virðum ákvarðanir ykkar sem velja að hafa börnin heima en þá þurfið þið að vera í góðu samstarfi við kennara um hvernig og hvað það er sem barnið ykkar þarf að vinna að í heimanámi.

Við óskum ykkur gleðilegra páska og eigið notalegar stundir með ykkar nánustu.

----------------------------------------------------------------------- 

Dear parents

Today is last day before Easter holiday, on Monday April 6th, Easter holiday starts at school. The educational council of Reykjanesbær has decided to have an organization day at all Reykjanesbær primary schools on Tuesday April 14th. The day will be used to organize school work, discuss the arrangements for assessment in potentially changed formats and so on.

We want to address that the children are safe at school and we hope to see them all after Easter break.

School will start on Wednesday April 15th as scheduled with group 1 and group 2 as we have been doing. Group 1 will come to school on Thirsday. Group 2 will come on Wednesday and Friday 

We wish you a merry Easter and hope you will enjoy the time with your family.

Páskakveðjur

Starfsfólk Stapaskóla