- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Föstudaginn 6.september 2024 fór fram Ólympíuhlaupið hjá okkur í Stapaskóla. Í Ólympíuhlaupinu hlaupa og/eða ganga nemendur 1,8 km hring í hverfinu okkar og reyna að ná eins mörgum hringjum að þau geta á einni klukkustund. Markmið með Ólympíuhlaupinu er að hvetja nemendur að stunda holla hreyfingu og að allir taki þátt.
Hlaupið fór fram í góðu veðri og var mikil gleði og ánægja meðal nemenda í hlaupinu.
Árangur skólans var frábær og hljóp skólinn samtals 949 hringi eða 1708 km.
Veitt voru sérstök viðurkenningarskjöl í eftirfarandi flokkum
1.-4.bekkur 3 hringi (5km) eða meira.
5.-10.bekkur 5 hringir (9km) eða meira.
Sérstök verðlaun voru veitt fyrir þann árgang sem fór að meðaltali flesta kílómetra. Í ár var það níundi bekkur sem unnu þessi verðlaun.
Frábært og vel heppnað Ólympíuhlaup hjá okkur í Stapaskóla.