Ólympíuhlaup ÍSÍ 2021

Miðvikudaginn 8. september fór fram Ólympíuhlaup ÍSÍ hjá Stapaskóla. Nemendur stóðu sig einstaklega vel og lögðu mikið á sig. Á yngsta stigi hlupu nemendur frá klukkan 8:45-9:45 og náðu 13 nemendur að hlaupa 6,5 km eða lengra. Á miðstigi og elsta stigi hlupu nemendur frá klukkan 10:10-11:30. Á miðstigi náðu 13 nemendur að hlaupa 10 km eða lengra og á elsta stigi náðu 4 nemendur að hlaupa 10 km eða lengra.

Í keppni milli árganga var það 4.bekkur sem sigraði á yngsta stigi, 6.bekkur á miðstigi og 9.bekkur á elsta stigi.

Það var gaman að sjá gleðina í nemendum þegar þau voru að hlaupa og heppnaðist hlaupið mjög vel.