Nemendur Stapaskóla styrkja SKB

Nú á vordögum voru þemadagar nemenda og föstudaginn 3. júní var haldin sýning á þeim afrakstri. Samhliða sýningu voru nemendur á eldra stigi með fatamarkað eftir verkefnavinnu tengda umhverfismálefnum. Ásamt þeim markaði seldu nemendur smákökur sem finna má í mismunandi heimsálfum. Ákveðið var að allur ágóði af báðum sölum myndi renna til góðgerðamála og féll það í hlut eldri deildar að kjósa um málefnið. Að þessu sinni var Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna valið með afgerandi meirihluta í kosningu. Samtals safnaðist 69.602 krónur sem runnu beint til Skb. Peningurinn er kominn til þeirra og senda þeir meðfylgjandi þakkarbréf til okkar.