Nemendur gróðursettu 201 birkiplöntu í framtíðar skóglendi

byrjun skóladags 30. september fylgdu nemendur í 4.-6. bekk nemendum í 3. bekk áleiðis eftir Trönudal. Það var gaman að sjá þennan fjölda ganga saman og heyra spjall og gleði. Leið þeirra lá að möninni sem liggur við enda götunnar.

Í framtíðinni mun þar blasa við fallegt skóglendi en nemendur Stapaskóla fengu þann heiður að gróðursetja fyrstu plöntur svæðisins. Kristján Bjarnason starfsmaður garðyrkjudeildar Reykjanesbæjar tók á móti hópnum og sýndi hvernig best sé að bera sig að því að gróðursetja.

Í framtíðinni munu nemendur 3 bekkjar sjá um að gróðursetja birkiplöntur frá Yrkju-sjóði á þessu svæði og leggja þannig af mörkum við að græða land. Núna í ár fékk skólinn úthlutað 134 plöntum og bætti Kristján nokkrum við þannig að hópurinn í heild gróðursetti 201 birkiplöntu. Virkilega flott framtak hjá þessum flottu börnum.