Merki Stapaskóla

Á skólaslitum var afhjúpað merki Stapaskóla en merkið var unnið út frá vinningsteikningu Gísla Stefáns í 5. bekk. Gísli Stefán teiknaði tré með nemendum í kring. Tréð táknar að vaxa við hvern lærdóm og börnin í mismunandi litum táknar fjölbreytileikann og að allir skipta máli og eru samþykktir.  Lýsing á myndinni og teikning var send til hönnuðar sem hefur nú afhent merkið.