Merki skólans

Nú á dögunum var efnt til myndasamkeppni nemenda um hönnun á merki skólans. Rætt var við nemendur um hvað þau vilja að skólinn okkar standi fyrir og merki annarra skóla skoðuð og rædd. Áhugi nemenda var mikill fyrir þessu verkefni og fjöldi teikninga bárust svo erfitt var að velja úr.

Gísli Stefán í 5. bekk hlaut sigur úr býtum fyrir sína hönnun á merki skólans. Myndin táknar fjölbreytilegt skólastaf þar sem allir nemendur eru velkomnir og vinna saman að fjölbreytilegum verkefnum. Við óskum Gísla Stefáni innilega til hamingju. Teikning hans verður send á hönnunarstofu þar sem hún verður útfærð nánar og teiknuð upp.