Litlu jólin og jólaleyfi

Á föstudaginn 17. desember eru litlu jólin hjá nemendum á grunnskólastigi.

Nemendur mæta prúðbúnir til kennara kl.10.00 og eyða um klukkutíma með umsjónakennurum sínum og samnemendum.

Þegar litlu jólunum lýkur hefst jólaleyfi á grunnskólastigi og mæting eftir jólaleyfi er þriðjudaginn 4. janúar.
Frístundarheimilið Stapaskjól er ekki opið í jólaleyfi grunnskólans. 

Jólaleyfi á leikskólastigi hefst 24. desember og mæta nemendur eftir jólaleyfi mánudaginn 3. janúar.

Starfsfólk óskar fjölskyldum gleðilegrar hátíðar og heillaríks nýs árs.
Með þökkum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.

Hátíðarkveðjur
Starfsfólk Stapaskóla