List fyrir alla

Í dag fengu nemendur í 1. – 4. bekk heimsókn frá Leikhópnum Lottu sem er hluti af List fyrir alla. Hlutverk List fyrir alla er að velja og miðla listviðburðum um allt land og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum. Að þessu sinni eru það listafólkið í Leikhópnum Lottu sem sýna Pínulitlu gulu hænuna sem er sérstaklega hugsuð fyrir grunnskóla. Um er að ræða skemmtilegt atriði sem unnið er upp úr Litlu gulu hænunni sem Leikhópurinn sýndi árið 2015. Fjórir þekktir Lottu leikarar mættu á svæðið til okkar í morgun og sýndu frábært 25 mínútna skemmtiatriði prýtt fallegum boðskap, frábærum húmor, leik, söng og dansi. Virkilega vel heppnað og skemmtilegt. Við þökkum Leikhópnum Lottu fyrir frábæra skemmtun.