Klókir litlir krakkar

Forvarnarnámskeiðið Klókir litlir krakkar er námskeið fyrir foreldra barna í leikskólum og yngstu bekkjum grunnskólans, sem eru í áhættuhópi fyrir að þróa með sér kvíðaraskanir. Námskeiðið miðar að því að fræða foreldra um eðli kvíða og kenna þeim leiðir til þess að takast á við kvíðahegðun barna sinna og auka sjálfstraust þeirra. Vonast er til að með slíku forvarnarnámskeiði verði hægt að minnka kvíðahegðun barna og í sumum tilfellum koma í veg fyrir að börn þrói með sér kvíðaröskun seinna meir.

Foreldrar barna á aldrinum 3 - 8 ára sem farin eru að sýna fyrstu merki óöryggis og kvíða geta sótt námskeiðið. Við skráningu eru foreldrar beðnir um að svara stuttum spurningalista um stöðu barnsins.  

Næsta námskeið er skipulagt á vorönn 2020 og verður kennt á tímabilinu 22. janúar til 11. mars.

Skráning fer fram á heimasíðu Reykjanesbæjar. Slóðin er https://www.reykjanesbaer.is/is/thjonusta/menntun-og-fraedsla/skolathjonusta/foreldrafaerninamskeid